Skoða námskeið

Byrjendanámskeið kennt 1x í viku á sunnudögum hefst 3. september

Skrifað 2. september kl. 12:00: Athugið að lokað hefur verið fyrir skráningu á stökum dömum á þetta námskeið. Þær dömur sem skrá sig eftir þennan tíma munu fara á biðlista og þær verða látnar vita ef það losnar pláss fyrir þær á námskeiðinu.
Byrjendanámskeið í salsa hefst 3. september. Kennt er einu sinni í viku, á sunnudögum, kl. 16:45-18:00, alls 10 skipti.

Engin dansreynsla er nauðsynleg. Reyndir kennarar kenna þér allt sem þarf til að bera.

Óþarft er að hafa félaga til að skrá sig, (þó það sé ódýrara) enda skiptum við reglulega um félaga og þannig dansa allir við alla (nema þau pör sem vilja bara dansa við hvort annað, sem er í fínu lagi).
Hér má lesa meira um uppbyggingu námskeiða hjá SalsaIceland, og hér má sjá stemmninguna í kennslustundum okkar í kynningamyndbandi SalsaIceland. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið SalsaIceland gegn framvísun kvittunar. Eftir námskeiðið eiga allir þátttakendur að vera tilbúnir á dansgólfið á salsakvöldunum okkar!

Við minnum alla herra SalsaIceland á að þeir sem hafa tekið byrjendanámskeið hjá okkur að þeir mega taka þátt í námskeiðinu aftur frítt, til æfinga. Vinsamlegast sendið okkur póst og tilkynnið þátttöku.Til að skrá sig í pari skal skrá ...Fyrsta kennslustund: 3. sept.

Frekari upplýsingar

2. stig í salsa, kennt 1x í viku á sunnudögum kl. 18:00-19:15

2. stigs námskeið í salsa hefst 3. september. Kennt er einu sinni í viku, á sunnudögum alls 10 skipti.

2. stig er fyrir alla þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði SalsaIceland, byrjendanámskeið í salsa í Háskóladansinum, eða eru með sambærilega dansreynslu. Að venju þarf ekki félaga til að skrá sig, þó það sé ódýrara. Fyrir þá sem vilja rifja upp sporin af byrjendanámskeiðinu er hentugt tækifæri til þess viku fyrr, sunnudaginn 27. ágúst kl. 18:00 í Karatefélaginu Þórshamri. Þennan tíma má lesa um hér.

Á þessu námskeiði lærum við meira í Classic salsa, Cuban style og byrjum á LA style salsa með tilheyrandi skemmtilegum fléttum og sporum. Hér má lesa meira um uppbyggingu námskeiða hjá SalsaIceland.

Til að skrá sig í pari skal skrá hvorn aðila fyrir sig og láta vita við mætingu að þið séuð mætt saman.

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara rebekka@salsaiceland.is.

Fyrsta kennslustund: 3. sept.

Frekari upplýsingar

On2 mambo - footwork

Í haust mun áhugasömum nemendum um on2 mambo gefast færi á að kynnast þessum salsastíl í footwork tímum hjá Eddu Blöndal. Tímarnir verða á "dett-inn" formi, eða "drop-in" eins og það tíðkast að kalla það á ensku. Það þýðir að hvorki er krafist forskráningar né félaga - hægt er að "detta inn" og taka staka tíma. Því er skráning hér á heimasíðu ekki opin.

Þátttakendur skulu hafa einhvern dansgrunn eða lokið a.m.k. einu námskeiði á 3. stigi. Í tímunum mun Edda taka mið af getustigi þeirra sem mæta, og gefa þeim sem eru lengst komnir í hverjum tíma auka áskoranir í framkvæmd sporanna. Hún mun útskýra og vinna með on2 grunnsporið og taktinn, þar sem það er nýtt fyrir meginþorra SalsaIceland nemenda. Kennslustundin er ókynbundin.

On2 mambo stíllinn í salsa er venjulega kenndur við Eddie Torres og New York. Stíllinn er dansaður víðs vegar um salsaheiminn. Öll reynsla af fléttum í kúbönsku salsa og on1 salsa er hægt að dansa á on2. Munurinn á stílunum felst í því að grunnsporið lítur öðruvísi út. Þannig er þetta þægileg viðbót við salsakunnáttuna sem hinn almenni nemandi í SalsaIceland hefur, og gefur nemendum meiri breidd og skilning á salsadansinum sínum. Svo ekki ...

Fyrsta kennslustund: 10. sept.

Frekari upplýsingar

2. stig í salsa, kennt 1x í viku á mánudögum, hefst 2. október

2. stigs námskeið í salsa hefst 2. október Kennt er einu sinni í viku, í klukkustund og korter í senn, og stendur námskeiðið í 10 vikur. Mike kennir námskeiðið.

2. stig er fyrir alla þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði SalsaIceland eða eru með sambærilega dansreynslu. Að venju þarf ekki félaga til að skrá sig, þó það sé ódýrara.

Á þessu námskeiði lærum við meira í Classic salsa, Cuban style og byrjum á LA style salsa með tilheyrandi skemmtilegum fléttum og sporum. Hér má lesa meira um uppbyggingu námskeiða hjá SalsaIceland.

Til að skrá sig í pari skal skrá hvorn aðila fyrir sig og láta vita við mætingu að þið séuð mætt saman.

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara salsaiceland@salsaiceland.is.

Fyrsta kennslustund: 2. okt.

Frekari upplýsingar

Byrjendanámskeið kennt 1x í viku á mánudögum hefst 9. október

Byrjendanámskeið í salsa hefst 9. október. Kennt er einu sinni í viku, á mándögum, kl. 18:15-19:30, alls 10 skipti. Engin dansreynsla er nauðsynleg. Reyndir kennarar kenna þér allt sem þarf til að bera.

Óþarft er að hafa félaga til að skrá sig, (þó það sé ódýrara) enda skiptum við reglulega um félaga og þannig dansa allir við alla (nema þau pör sem vilja bara dansa við hvort annað, sem er í fínu lagi).
Hér má lesa meira um uppbyggingu námskeiða hjá SalsaIceland, og hér má sjá stemmninguna í kennslustundum okkar í kynningamyndbandi SalsaIceland. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið SalsaIceland gegn framvísun kvittunar. Eftir námskeiðið eiga allir þátttakendur að vera tilbúnir á dansgólfið á salsakvöldunum okkar!

Við minnum alla herra SalsaIceland á að þeir sem hafa tekið byrjendanámskeið hjá okkur að þeir mega taka þátt í námskeiðinu aftur frítt, til æfinga. Vinsamlegast sendið okkur póst og tilkynnið þátttöku.Til að skrá sig í pari skal skrá hvorn aðila fyrir sig og láta vita við mætingu að þið séuð mætt saman.

Að lokum minnum við alla áhugasama á að alla miðvikudaga fara fram salsakvöld SalsaIceland á Oddsson, Hringbraut 119-121. Þá fer alltaf fram ókeypis prufutími fyrir byrjendur kl. 19:30. Ef ...Fyrsta kennslustund: 9. okt.

Frekari upplýsingar