Skoða námskeið: Byrjendanámskeið kennt 1x í viku á mánudögum hefst 9. október

Skráning hér!

Lýsing

Byrjendanámskeið í salsa hefst 9. október. Kennt er einu sinni í viku, á mándögum, kl. 18:15-19:30, alls 10 skipti. Engin dansreynsla er nauðsynleg. Reyndir kennarar kenna þér allt sem þarf til að bera.

Óþarft er að hafa félaga til að skrá sig, (þó það sé ódýrara) enda skiptum við reglulega um félaga og þannig dansa allir við alla (nema þau pör sem vilja bara dansa við hvort annað, sem er í fínu lagi).
Hér má lesa meira um uppbyggingu námskeiða hjá SalsaIceland, og hér má sjá stemmninguna í kennslustundum okkar í kynningamyndbandi SalsaIceland. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið SalsaIceland gegn framvísun kvittunar. Eftir námskeiðið eiga allir þátttakendur að vera tilbúnir á dansgólfið á salsakvöldunum okkar!

Við minnum alla herra SalsaIceland á að þeir sem hafa tekið byrjendanámskeið hjá okkur að þeir mega taka þátt í námskeiðinu aftur frítt, til æfinga. Vinsamlegast sendið okkur póst og tilkynnið þátttöku.Til að skrá sig í pari skal skrá hvorn aðila fyrir sig og láta vita við mætingu að þið séuð mætt saman.

Að lokum minnum við alla áhugasama á að alla miðvikudaga fara fram salsakvöld SalsaIceland á Oddsson, Hringbraut 119-121. Þá fer alltaf fram ókeypis prufutími fyrir byrjendur kl. 19:30. Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara thorunn@salsaiceland.is.

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
9. okt. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
16. okt. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
23. okt. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
30. okt. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
6. nóv. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
13. nóv. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
20. nóv. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
27. nóv. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
4. des. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
11. des. 18:00 - 19:15 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 23.500 kr.
  • Paraverð: 40.000 kr.

Skráning hér!