Skoða námskeið: 3D, námskeið á 3. stigi í kúbönsku salsa hefst mánudaginn 16. október

Skráning hér!

Lýsing

Salsa námskeið 3D hefst 16. október. Kennt er einu sinni í viku, á mánudögum, alls 8 skipti. Mike kennir námskeiðið, ásamt Natalie.

Námskeiðið inniheldur kúbanskt salsa ásamt Rueda de Casino og er fyrir alla þá sem lokið hafa 2. stigi og jafnvel einhverjum námskeiðum á 3. stigi. Athugið að það skiptir ekki máli í hvaða röð maður tekur námskeiðin á 3. stigi.
Á námsskrá eru einfaldar og skemmtilegar fléttur sem fara vel á salsadansgólfinu. Lögð er áhersla á dansflæði og æfingu í stýra- og fylgjatækni, auk þess sem æfingatími er gefinn svo iðkendur öðlist sjálfstraust og vald á fléttunum svo þær séu nothæfar þeim á salsadansgólfinu. Auk þess verður dansað Rueda.

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara edda@salsaiceland.is.

Við minnum alla SI nemendur á æfingatækifæri fyrir þá á salsakvöldum á miðvikudögum, sem eru ókeypis og fara fram á Oddsson, Hringbraut 119-121.

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
16. okt. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
23. okt. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
30. okt. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
6. nóv. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
13. nóv. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
20. nóv. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
27. nóv. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
4. des. 20:30 - 21:45 mánudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 17.500 kr.
  • Paraverð: 35.000 kr.

Skráning hér!