Skoða námskeið: 4A, salsa á línu, hefst fimmtudaginn 19. október

Skráning hér!

Lýsing

Salsa námskeið 4a hefst 19. október. Kennt er einu sinni í viku, á fimmtudögum, alls 8 skipti.

Óli og Hanna kenna námskeiðið.

Efni námskeiðsins er LA style salsa og farið í dansvænar, flóknari fléttur með frekari snúningum, fótavinnu og tæknilegum leiðbeiningum. Kíkið endilega á umfjöllun um mismunandi afbrigði salsa hér. Hjá SalsaIceland er boðið upp á fjögur námskeið á þessu getustigi, 4. stig a), b), c) og d). Það skiptir ekki máli í hvaða röð þessi námskeið eru tekin, aðeins þarf að hafa lokið 3. stigi (eða sambærilegu stigi annars staðar) til að komast á námskeið 4a.

Skráning er opin fyrir pör, og við bendum þeim sem vantar félaga á að skrá sig hér á heimasíðunni án félaga og komast þannig á biðlista eftir félaga. Þeir sem treysta sér ekki strax á 4. stigið geta auðvitað tekið sér lengri tíma á námskeiðum á þriðja stigi (margir velja það og fá þannig nægan tíma til að öðlast enn frekari dansfærni og ná góðri stjórn á smáatriðunum líka).

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara hannaharpa@salsaiceland.is.

Við minnum alla SI nemendur á æfingatækifæri fyrir þá á ókeypis danskvöldum okkar á Oddsson, Hringbraut 119-121. Þetta er á dagskrá alla miðvikudaga kl. 19:30-23:30. Sjáumst!

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
19. okt. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
26. okt. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
2. nóv. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
9. nóv. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
16. nóv. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
23. nóv. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
30. nóv. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
7. des. 20:00 - 21:15 fimmtudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 17.500 kr.
  • Paraverð: 35.000 kr.

Skráning hér!