Skoða námskeið: Glænýtt- Kúbanskt námskeið á 5. stigi

Skráning hér!

Lýsing

Athugið - vegna ójafnra kynjahlutfalla getum við ekki ábyrgst pláss á námskeiðinu fyrir stakar dömur sem skrá sig eftir daginn í dag, 1. október. Þær sem skrá sig með félaga tryggja sér pláss (í því tilfelli segja þær undir "nafn" t.d. "Edda- með Palla"). Stakir herrar eru öruggir með pláss.

Glænýtt námskeið í kúbönsku salsa á 5. stigi í boði!
Salsa námskeið 5D hefst 18. október. Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum, alls 8 skipti. Kennarar námskeiðsins eru þau Edda Blöndal og Ernesto Camilo. Camilo er lærður nútímadansari frá Kúbu, sem talar frábæra íslensku. Þau Edda munu á námskeiðinu fara í kúbanskt salsa á háu stigi, grunninn í rumbu, Rueda de Casino og þar að auki stæla kúbanska dansinn eins og þeim einum er lagið. Við hvetjum alla lengra komna nemendur okkar til að koma og dansa með þeim, sem og aðra sem hafa góðan grunn í kúbönsku Rueda annars staðar frá. Gott er fyrir þátttakendur innan SalsaIceland að miða við að þau hafi lokið við kúbanska hluta 4. stigs, þ.e.a.s. 4c og 4d. Hægt er að komast að því hvaða námskeið maður hefur tekið með því að senda póst á Eddu: edda@salsaiceland.is.


Efni námskeiðsins er kúbanskt salsa fyrir lengra komna, þar sem einnig er farið í flóknari fléttur í Rueda de Casino. Kíkið endilega á umfjöllun um mismunandi afbrigði salsa hér.

Skráning er opin fyrir pör, og við bendum þeim sem vantar félaga á að skrá sig hér á heimasíðunni án félaga og komast þannig á biðlista eftir félaga.

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara edda@salsaiceland.is.

Við minnum nemendur okkar á ókeypis æfingatækifæri á danskvöldum okkar á Oddsson, alla miðvikudaga.

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
18. okt. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
25. okt. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
1. nóv. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
8. nóv. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
15. nóv. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
22. nóv. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
29. nóv. 20:30 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
6. des. 20:00 - 21:45 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 17.500 kr.
  • Paraverð: 35.000 kr.

Skráning hér!