Skoða námskeið: Afró-kúbanskir dansar með Camilo á sunnudögum

Skráning hér!

Lýsing

Á þessu námskeiði mun Ernesto Camilo kenna nokkra af þekktustu Orishas dönsunum, en það eru dansar sem kenndir eru við mismunandi karaktera eða guði í Yoruba trúnni. Hér má sjá skemmtilegt myndband af Camilo að dansa og kenna Orishas.

Dansarnir eru byggðir á svipuðum grunni og Afródansinn og eru dansaðir við ákveðna slagverksryþma sem oft eru notaðir í salsatónlist. Þannig er þetta dýpri þekking og skemmtileg viðbót sem grípa má í við salsadans.

Camilo lagði stund á dansana í ISA - listaháskólanum á Kúbu. Á námskeiðinu kynnir hann þátttakendur fyrir nokkrum þeirra. Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa a.m.k. 2. stigi í salsa, eða hafa dansgrunn annars staðar frá. Fjöldatakmörkun er á námskeiðið, ekki verða teknir fleiri nemendur inn en 13. Þetta gerum við til að tryggja einstaklingsbundna, hágæða kennslu. Um einstaklingsnámskeið er að ræða, námskeiðið er ekki kynbundið og ekki þarf félaga til að skrá sig. Til að tryggja sér pláss á námskeiðinu þarf að greiða námskeiðið við skráningu til að hún taki gildi. Það má gera með því að leggja inn á SalsaIceland: 101-26-100810, kt: 580110-0100, og senda póst á Eddu: edda@salsaiceland.is. Henni má einnig senda tölvupóst ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
15. okt. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
22. okt. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
29. okt. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
5. nóv. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
19. nóv. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22
26. nóv. 15:45 - 16:45 sunnudagur Karatefélagið Þórshamar, Brautarholti 22

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 11.400 kr.
  • Paraverð: 22.800 kr.

Skráning hér!