Skoða námskeið: Lady style 2 með Eddu á miðvikudögum

Skráning hér!

Lýsing

Lady style 2 stig hefst 15. október.

SalsaIceland býður upp á lady style 2 námskeið fyrir stelpurnar, framhald af lady style 1 sem hefur notið mikilla vinsælda.
Hér koma dömurnar saman og dansa í friði fyrir strákunum. Við æfum okkur í að virkja allan líkamann í salsanu, vinnum í snúningum, virkjum hendur í algengustu snúningunum og stílisserum þá með handavinnu og handleggjum. Þetta lærum við á námskeiðinu, til að geta fyllt pardansinn því kryddi sem við viljum hverju sinni.

Á þessu námskeiði er sérstaklega farið í snúninga og beitingu handleggja í stælingu í salsadansinum.
Af hverju? Því okkur langar að DANSA salsa meira en að stíga það....
Hér má sjá Eddu, kennara námskeiðsins, dansa ásamt sýningarteyminu sínu eftir sigur þeirra í Stargate keppninni í Berlín í fyrra.

Þetta námskeið er á getustigi 2 í lady style, þ.e.a.s. fyrir dömur sem lokið hafa að minnsta kosti 1-2 lady style námskeiðum hjá okkur, eða öðrum salsanámskeiðum. Athugið að oft er það æfinguna sem vantar til að lady style-ingið skili sér í social-dansinn, við ráðleggjum því lengra komnu dömunum okkar eindregið að skella sér líka!
M.a. þetta hafa dömurnar sem tekið hafa Lady style námskeið hjá SI að segja um það:

Ég þorði meiru,óhrædd við að hreyfa mig, varð hömlulausari, Edda gerði
námskeiðið svo frjálslegt, þannig að öll feimni hvarf, ég hreinlega gleymdi að
vera feimin,og hafa áhyggjur að því hvort ég væri að gera rétt." -
- Guðrún.

"Ladystyle er eitthvað sem allar ískonur þurfa á að halda! - Berglind

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá erum við tilbúin til svara edda@salsaiceland.is.

Athugið - hægt er að koma í staka tíma á námskeiðinu og greiða þá stykkjaverð: 2000.- á staðnum.

Kennslustund

Dags. Klukkan Dagur Staður
18. okt. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
25. okt. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
1. nóv. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
8. nóv. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
15. nóv. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6
22. nóv. 19:30 - 20:30 miðvikudagur Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6

Verð og skráning

  • Einstaklingsverð: 10.000 kr.
  • Paraverð: 20.000 kr.

Skráning hér!