Skoða frétt: Ókeypis danskvöld með prufutíma fyrir byrjendur á Oddsson miðvikudaginn 27. september

Skrifað: 20. júlí 19:35

SalsaIceland býður á ókeypis danskvöld með algerlega fríkeypis prufutíma fyrir byrjendur í salsa kl. 19:30 miðvikudagskvöldið 27. september á Oddsson. Kvöldin okkar eru rómuð fyrir afslappað og skemmtilegt andrúmsloft, og á Oddsson má setjast út í góðu veðri, inn á Bazaar og njóta kvöldverðar, eða bara eiga ánægjulega kvöldstund við skemmtilega tónlist með hressu og lífsglöðu fólki. Við tökum sérstaklega vel á móti byrjendum, og algerlega óþarft er að mæta með félaga. Sjáumst!

Byrjar: 27. sept. 19:30 / Endar: 27. sept. 23:30