Skoða frétt: Aftur námskeið í AfróKúbönskum dönsum með Ernesto Camilo

Skrifað: 12. ág. 7:51


Eftir mjög vinsælt námskeið fyrri hluta haustannar höfum við ákveðið að gefa nemendum SalsaIceland aftur færi á því að dansa með Camilo. Námskeiðið er á sama getustigi og síðast, en teknir verða fyrir aðrir dansar.
Á þessu námskeiði mun Ernesto Camilo kenna nokkra af þekktustu Orishas dönsunum, en það eru dansar sem kenndir eru við mismunandi karaktera eða guði í Yoruba trúnni. Hér má sjá skemmtilegt myndband af Camilo að dansa og kenna Orishas.

Dansarnir eru byggðir á svipuðum grunni og Afródansinn og eru dansaðir við ákveðna slagverksryþma sem oft eru notaðir í salsatónlist. Þannig er þetta dýpri þekking og skemmtileg viðbót sem grípa má í við salsadans.

Hér má sjá frekari upplýsingar um námskeiðið og skrá sig.