Skoða frétt: Bachata námskeið með Rodnay Aquino 10-12. október

Skrifað: 22. sept. 16:58


Þann 10.-12. október kemur Rodney Aquino í heimsókn til okkar í SalsaIceland til að kenna 3ja daga námskeið í Dóminíkönsku Bachata. Rodney Aquino er einn mest leiðandi og virtasti kennarinn í Dóminíkönsku Bachata í dag, og er einn þeirra fyrstu sem hélt Bachata congress í Bandaríkjunum. Það er því mikil heppni að fá hann til Íslands, og við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á Bachata til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara! Hér má sjá Rodney dreifa bachatatöfrum sínum á dansgólfinu,
og Hér má sjá Rodney við kennslu fyrir nokkrum árum í Finnlandi.
Í boði er námskeið á tveimur getustigum, intermediate og advanced. Nokkrir tímanna eru sameiginlegir þessum tveimur hópum, að ósk Rodneys sjálfs, en hans upplifun er sú að ákveðin tækniatriði séu flestum á bachata social gólfum þörf. Hann hefur því hannað strúktúrinn á öllum námskeiðunum, og við hvetjum alla þá sem eiga kost á því getulega séð að koma á bæði námskeiðin.


Þeir sem lokið hafa a.m.k. 6 klukkustunda kennslu í bachata ættu að skella sér á intermediate námskeiðið - sjá og skrá hér, og þeir sem lokið hafa a.m.k. 10 klukkustundum í kennslu í bachata ættu að skella sér á advanced hlutann, sjá og skrá hér.


Við ljúkum svo námskeiðinu með heljarinnar bachatadanskvöldi fimmtudagskvöldið 12. október, en þá bjóðum við upp á ókeypis prufutíma kl. 20:30, og um 23:00 stíga Patryk og Agniezka, bronshafar af NM í vor, á gólfið og sýna bachata show. Þetta er frábær upphitun fyrir framahldsnámskeiðið í bachata með þeim Patryk og Agniezku sem hefst hjá okkur vikuna á eftir og hægt er að lesa um hér . Hér má sjá dagskrá námskeiðsins með Rodney, eða Rodchata eins og hann kallar sig :)

Byrjar: 10. okt. 18:30 / Endar: 12. sept. 21:00