Skoða frétt: Seinni hluti haustannar lítur svona út!

Skrifað: 26. sept. 12:48

Þá eru öll námskeið seinni hluta haustannar komin í loftið, og óhætt er að segja að nóg sé í boði!

Lykildagsetningar eru þessar:

Byrjendanámskeið 1x í viku á mánudögum hefst 9. október, skráning/upplýsingar hér.
2. stigs námskeið, 1x í viku á mánudögum hefst 2. október, skráning/upplýsingar hér.
3D 8 skipta námskeið í kúbönsku salsa hefst 16. október, skráning/upplýsingar hér.
4A 8 skipta námskeið í LA style salsa hefst 19. október, skráning/upplýsingar hér.
GLÆNÝTT kúbanskt námskeið á 5. stigi hjá þeim Eddu og Camilo - kennt á miðvikudögum og hefst 18. október, skráning/upplýsingar hér.
Bachata framhaldsnámskeið hefst 18. október, skráning/upplýsingar hér.
Lady style 2 hjá Eddu Blöndal, hefst 18.október, skráning/upplýsingar hér.
AfróKúbanskt með Camilo hefst 15. október, skráning/upplýsingar hér.
On2 mambo footwork með Eddu alla sunnudaga kl. 14:45. Um "dett-inn" tíma er að ræða, svo forskráning er óþörf, upplýsingar má sjá hér.


Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Til viðbótar þessari dagskrá stendur til að bjóða nemendum upp á helgarnámskeið í bachata og salsa með erlendum gestakennurum, styttri námskeiðum í breiðri flóru dansa og danstækni, , að ógleymdum salsakvöldum með ókeypis prufutíma fyrir byrjendur alla miðvikudaga. Að ógleymdu jólaballi SalsaIceland laugardaginn 16. desember.