Skoða frétt: Danskvöld fim. 12. okt í stað mið. 11. okt - en prufutíminn þann 11. okt verður á sínum stað!

Skrifað: 22. sept. 8:20


Í tilefni bachata námskeiðsins með Rodney Aquino sem lesa má um hér færum við áætlað salsadanskvöld miðvikudaginn 11. október yfir á fimmtudaginn 12. október og breytum því í bachata danskvöld. Áhugasömum aðilum um salsa gefst þó kostur á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30 miðvikudaginn 11. október eins og alltaf, en það verður ekkert danskvöld í framhaldi af honum. Tíminn fer fram á Oddsson, Hringbraut 119-121.

Fimmtudaginn 12. Október splæsir SalsaIceland í Bachata danskvöld á Oddsson. Patryk og Agniezka kenna ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 20:30, og sýna svo glænýtt og stórglæsilegt sýningaratriði kl. 23:00. Kvöldið er til 00:30 og er frítt að öllu leyti. Bachata verður í algerum meirihluti á playlista kvöldsins, þó mögulega muni eitt og eitt salsalag læðast inn á milli. Áhugasömum er bent á námskeiðið með Rodney sem fer fram 10.-12. Október. Hjá Rodney má læra Dóminíkanskt bachata eins og það gerist best hjá einum farsælasta kennaranum í boði í þessum geira. Hér má sjá atburðinn á fésbók.

Byrjar: 12. okt. 20:30 / Endar: 13. okt. 0:00