Fréttir

Mambo on2 footwork tímar- stakir tímar á drop in formi

Skrifað: 28. ágúst 2017


Í haust mun áhugasömum nemendum um on2 mambo gefast færi á að kynnast þessum salsastíl í footwork tímum hjá Eddu Blöndal. Tímarnir verða á "dett-inn" formi, eða "drop-in" eins og það tíðkast að kalla það á ensku. Það þýðir að hvorki er krafist forskráningar né félaga - hægt er að "detta inn" og taka staka tíma. Því er skráning hér á heimasíðu ekki opin.

Þátttakendur skulu hafa einhvern dansgrunn eða lokið a.m.k. einu námskeiði á 3. stigi. Í tímunum mun Edda taka mið af getustigi þeirra sem mæta, og gefa þeim sem eru lengst komnir í hverjum tíma auka áskoranir í framkvæmd sporanna. Hún mun útskýra og vinna með on2 grunnsporið og taktinn, þar sem það er nýtt fyrir meginþorra SalsaIceland nemenda. Kennslustundin er ókynbundin.

On2 mambo stíllinn í salsa er venjulega kenndur við Eddie Torres og New York. Stíllinn er dansaður víðs vegar um salsaheiminn. Öll reynsla af fléttum í kúbönsku salsa og on1 salsa er hægt að dansa á on2. Munurinn á stílunum felst í því að grunnsporið lítur öðruvísi út. Þannig er þetta þægileg viðbót við salsakunnáttuna sem hinn almenni nemandi í SalsaIceland hefur, og gefur nemendum meiri breidd og skilning á salsadansinum sínum. Svo ekki sé minnst á hægari aðgöngu að salsagólfum erlendis, en on2 er mjög vinsæll dansstíll víðs vegar um heiminn.

Á næstunni munu koma gestakennarar til Íslands til að kenna frekar on2 pardans. Helst ber þar að nefna þau Adolfo Indacochea og Taniu Cannarsa, sem teljast konungborin í on2 heiminum um þessar mundir. Þau munu heimsækja okkur í október 2018 á "Midnight Sun Mambo" hátíðinni okkar. Þannig eru þessir tímar gráupplagðir fyrir alla sem vilja undirbúa sig undir að taka þátt í tímunum þar.

Tímasetning þessara kennslustunda er ekki fastákveðin fyrir alla önnina. Við ríðum á vaðið og auglýsum tímasetningu þessara fyrstu ...

Lesa meira...


Ókeypis danskvöld með prufutíma fyrir byrjendur á Oddsson miðvikudaginn 27. september

Skrifað: 20. júlí 2017


SalsaIceland býður á ókeypis danskvöld með algerlega fríkeypis prufutíma fyrir byrjendur í salsa kl. 19:30 miðvikudagskvöldið 27. september á Oddsson. Kvöldin okkar eru rómuð fyrir afslappað og skemmtilegt andrúmsloft, og á Oddsson má setjast út í góðu veðri, inn á Bazaar og njóta kvöldverðar, eða bara eiga ánægjulega kvöldstund við skemmtilega tónlist með hressu og lífsglöðu fólki. Við tökum sérstaklega vel á móti byrjendum, og algerlega óþarft er að mæta með félaga. Sjáumst!

Lesa meira...