Fréttir

Seinni hluti haustannar lítur svona út!

Skrifað: 26. september 2017


Þá eru öll námskeið seinni hluta haustannar komin í loftið, og óhætt er að segja að nóg sé í boði!

Lykildagsetningar eru þessar:

Byrjendanámskeið 1x í viku á mánudögum hefst 9. október, skráning/upplýsingar hér.
2. stigs námskeið, 1x í viku á mánudögum hefst 2. október, skráning/upplýsingar hér.
3D 8 skipta námskeið í kúbönsku salsa hefst 16. október, skráning/upplýsingar hér.
4A 8 skipta námskeið í LA style salsa hefst 19. október, skráning/upplýsingar hér.
GLÆNÝTT kúbanskt námskeið á 5. stigi hjá þeim Eddu og Camilo - kennt á miðvikudögum og hefst 18. október, skráning/upplýsingar hér.
Bachata framhaldsnámskeið hefst 18. október, skráning/upplýsingar hér.
Lady style 2 hjá Eddu Blöndal, hefst 18.október, skráning/upplýsingar hér.
AfróKúbanskt með Camilo hefst 15. október, skráning/upplýsingar hér.
On2 mambo footwork með Eddu alla sunnudaga kl. 14:45. Um "dett-inn" tíma er að ræða, svo forskráning er óþörf, upplýsingar má sjá hér.


Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu

Til viðbótar þessari dagskrá stendur til að bjóða nemendum upp á helgarnámskeið í bachata og salsa með erlendum gestakennurum, styttri námskeiðum í breiðri flóru dansa og danstækni, , að ógleymdum salsakvöldum með ókeypis prufutíma fyrir byrjendur alla miðvikudaga. Að ógleymdu jólaballi SalsaIceland laugardaginn 16. desember.

Lesa meira...


Bachata námskeið með Rodnay Aquino 10-12. október

Skrifað: 22. september 2017Þann 10.-12. október kemur Rodney Aquino í heimsókn til okkar í SalsaIceland til að kenna 3ja daga námskeið í Dóminíkönsku Bachata. Rodney Aquino er einn mest leiðandi og virtasti kennarinn í Dóminíkönsku Bachata í dag, og er einn þeirra fyrstu sem hélt Bachata congress í Bandaríkjunum. Það er því mikil heppni að fá hann til Íslands, og við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á Bachata til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara! Hér má sjá Rodney dreifa bachatatöfrum sínum á dansgólfinu,
og Hér má sjá Rodney við kennslu fyrir nokkrum árum í Finnlandi.
Í boði er ...

Lesa meira...

Danskvöld fim. 12. okt í stað mið. 11. okt - en prufutíminn þann 11. okt verður á sínum stað!

Skrifað: 22. september 2017Í tilefni bachata námskeiðsins með Rodney Aquino sem lesa má um hér færum við áætlað salsadanskvöld miðvikudaginn 11. október yfir á fimmtudaginn 12. október og breytum því í bachata danskvöld. Áhugasömum aðilum um salsa gefst þó kostur á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 19:30 miðvikudaginn 11. október eins og alltaf, en það verður ekkert danskvöld í framhaldi af honum. Tíminn fer fram á Oddsson, Hringbraut 119-121.

Fimmtudaginn 12. Október splæsir SalsaIceland í Bachata danskvöld á Oddsson. Patryk og Agniezka kenna ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 20:30, og sýna svo glænýtt og stórglæsilegt sýningaratriði kl. 23:00. Kvöldið er ...

Lesa meira...

Mambo on2 footwork tímar- stakir tímar á drop in formi

Skrifað: 28. ágúst 2017


Í haust mun áhugasömum nemendum um on2 mambo gefast færi á að kynnast þessum salsastíl í footwork tímum hjá Eddu Blöndal. Tímarnir verða á "dett-inn" formi, eða "drop-in" eins og það tíðkast að kalla það á ensku. Það þýðir að hvorki er krafist forskráningar né félaga - hægt er að "detta inn" og taka staka tíma. Því er skráning hér á heimasíðu ekki opin.

Þátttakendur skulu hafa einhvern dansgrunn eða lokið a.m.k. einu námskeiði á 3. stigi. Í tímunum mun Edda taka mið af getustigi þeirra sem mæta, og gefa þeim sem eru lengst komnir í hverjum tíma auka ...

Lesa meira...

Aftur námskeið í AfróKúbönskum dönsum með Ernesto Camilo

Skrifað: 12. ágúst 2017Eftir mjög vinsælt námskeið fyrri hluta haustannar höfum við ákveðið að gefa nemendum SalsaIceland aftur færi á því að dansa með Camilo. Námskeiðið er á sama getustigi og síðast, en teknir verða fyrir aðrir dansar.
Á þessu námskeiði mun Ernesto Camilo kenna nokkra af þekktustu Orishas dönsunum, en það eru dansar sem kenndir eru við mismunandi karaktera eða guði í Yoruba trúnni. Hér má sjá skemmtilegt myndband af Camilo að dansa og kenna Orishas.

Dansarnir eru byggðir á svipuðum grunni og Afródansinn og eru dansaðir við ákveðna slagverksryþma sem oft eru notaðir í salsatónlist. Þannig er þetta dýpri þekking og ...

Lesa meira...