Námskeið

SalsaIceland býður upp á salsanámskeið við allra hæfi.
Margir byrja á því að kíkja í ókeypis prufutíma fyrir byrjendur á vikulegum salsakvöldum okkar sem má lesa um hér..
Þaðan liggur salsaleiðin á 10 skipta byrjendanámskeið ætluð þeim sem aldrei hafa dansað áður, eða hafa ekki dansað salsa.
Þeir sem hafa dansreynslu og velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skella sér beint á 2. stigið geta haft samband á salsaiceland@salsaiceland.is til að fá upplýsingar um hvernig þeir geti fengið mat á því á hvaða námskeið þeir eigi heima. Við höldum í upphafi annar alltaf ókeypis upprifjunartíma úr byrjendanámskeiðinu okkar sem er hentugur vettvangur fyrir dansvana einstaklinga að komast að þessu.
Af byrjendanámskeiði liggur leiðin á 10 skipta 2. stigs námskeið.
3. stig Á 3. stigi er námskeiðunum okkar skipt í fjóra hluta - 3a, 3b, 3c, 3d. Hver hluti er 8 skipti, og telst því allt 3. stig heilar 32 kennslustundir, skipt í þessi fjögur námskeið. Það skiptir ekki máli í hvaða röð a-d hlutarnir eru teknir. Við mælum með því að nemendur klári hvert stig og taki alla hlutana (a-d) áður en haldið er upp á næsta stig fyrir ofan. A og b hlutar námskeiðanna eru salsa á línu (LA style) og c og d hlutarnir eru kúbanskt salsa sem inniheldur Rueda de Casino.
4. stig
Á 4. stigi er námskeiðunum okkar skipt í fjóra hluta - 4a, 4b, 4c, 4d. Hver hluti er 8 skipti, og telst því allt 4. stig heilar 32 kennslustundir, skipt í þessi fjögur námskeið. Það skiptir ekki máli í hvaða röð a-d hlutarnir eru teknir. Við mælum með því að nemendur klári hvert stig og taki alla hlutana (a-d) áður en haldið er upp á næsta stig fyrir ofan. A og b hlutar námskeiðanna eru salsa á línu (LA style) og c og d hlutarnir eru kúbanskt salsa sem inniheldur Rueda de Casino.
5. stig Námskeið á þessu stigi fer óreglulega fram sökum fækkun nemenda á þessu stigi - en við hendum alltaf í svona námskeið inn á milli. Á 5. stigi er námskeiðunum okkar skipt í fjóra hluta - 5a, 5b, 5c, 5d. Hver hluti er 8 skipti, og telst því allt 5. stig heilar 32 kennslustundir, skipt í þessi fjögur námskeið. Það skiptir ekki máli í hvaða röð a-d hlutarnir eru teknir. Við mælum með því að nemendur klári hvert stig og taki alla hlutana (a-d) áður en haldið er upp á næsta stig fyrir ofan. A og b hlutar námskeiðanna eru salsa á línu (LA style) og c og d hlutarnir eru kúbanskt salsa sem inniheldur Rueda de Casino / Son.

Fyrir utan þetta stendur SalsaIceland fyrir námskeiðum í bachata og kizomba sem eru líka geysivinsælir í pardansheiminum í dag. Auk þess heldur SalsaIceland reglulega helgarnámskeið með erlendum gestakennurum.

Einnig eru í boði einkatímar og sér tilboð fyrir minni og stærri hópa.

Nánari upplýsingar eru undir Uppbygging námskeiða.

Skráning á komandi námskeið er hér. Að endingu má kíkja á þessa mynd hér þar sem gerð er tilraun til að lýsa ofangreindum texta.