SalsaIceland

SalsaIceland er félag áhugafólks um salsa á Íslandi og salsadansskóli.

Kennslustundir okkar fara fram annars vegar í
sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 (á mánudögum og miðvikudögum)
og
í sal Karatefélagsins Þórshamars, Brautarholti 22 (á þri, fim og sun)
Síminn hjá okkur er 897-5483.

Upphafið


Edda Blöndal kynntist töfrum salsadansins búsett í Svíþjóð. Hún stofnaði SalsaIceland árið 2003 í fráhvarfi frá salsa. Markmið SalsaIceland er að að kynna salsa fyrir Íslendingum og vinna að uppbyggingu salsasamfélags á Íslandi.

Í byrjun var þetta smátt í sniðum með komum gestakennara á helgarnámskeiðum. Hefð fyrir salsaveislum tengdum helgarnámskeiðunum myndaðist. Þá var elduð máltíð með mexíkósku sniði í heimahúsi Maríu og Gulla, húsgögnum rutt úr stofunni og dansað fram á nótt. Þarna skapaðist skemmtilegt andrúmsloft og rík hefð fyrir salsaveislum. Vegna vaxandi vinsælda hafa veislurnar verið fluttar á hina og þessa skemmtistaði Reykjavíkur, en við reynum að halda í það heimilislega og skemmtilega andrúmsloft sem skapaðist í byrjun.

Vinsældir salsa og starfsemi SalsaIceland hefur aukist síðustu ár. 2006 hófst samstarf við stærsta salsaskóla Norðurlandanna: SalsaAkademien í Stokkhólmi. Aðalkennarar og stofnendur skólans eru Marina Prada, Ibirocay Regueira sem öll eru reglulegir gestakennarar hjá SalsaIceland, en þau Marina og Ibi eru, ásamt Eddu, yfirkennarar skólans.

Við hlökkum til að dansa með frábæru fólki og kennurum á heimsmælikvarða.